FAGMENN Í FASTEIGNUM
MEISTARAR Í MANNVIRKJUM


Hvort sem þú hyggst kaupa, selja eða leigja fasteign, tryggjum við hjá A Fagmenn að þú takir upplýsta og örugga ákvörðun. Sérfræðingar okkar í ástandsskoðunum og byggingastjórn beita traustum vinnubrögðum og nákvæmri greiningu til að veita þér skýra yfirsýn yfir ástand eignarinnar og mögulegan framtíðarkostnað.

Ástandsskoðun fasteigna

Faglegt mat fyrir örugg og upplýst fasteignaviðskipti

Ástandsskoðun er lykilþáttur í öruggum fasteignaviðskiptum. Við skoðum eignir vandlega til að greina styrkleika og veikleika sem geta haft áhrif á verðmat, samninga og framtíðaráætlanir. Markmiðið er að veita þér raunhæfa og hlutlæga mynd af ástandi eignarinnar áður en ákvörðun er tekin.

Veldu þá þjónustu sem hentar þínum þörfum:

Án skýrslu:

Hentug fyrir hraða yfirferð. Við förum yfir helstu atriði eignarinnar og miðlum niðurstöðum munnlega.

Með skýrslu:

Ítarleg skoðun sem skilar sér í skriflegri skýrslu með myndum, lýsingu á ástandi og faglegri greiningu.

Helstu kostir ástandsskoðunar:
Greining á göllum og skemmdum sem geta haft áhrif á verðmæti eignar.
Nákvæm skýrsla með myndum og faglegum útskýringum (ef óskað er).
Möguleiki á að nýta niðurstöður til að endurmeta kaupverð eða styrkja stöðu í samningum.

Gott að vita: Við mælum alltaf með að kaupsamningar séu gerðir með fyrirvara um ástandsskoðun til að lágmarka áhættu og forðast óvæntan kostnað.

Ástandsskoðun húsnæðis Eining Verð
Íbúðarhúsnæði 1-100m² án skýrslu Stk. 100.000 kr.
Íbúðarhúsnæði 1-100m² með skýrslu Stk. 160.000 kr.
Íbúðarhúsnæði 101-200m² án skýrslu Stk. 130.000 kr.
Íbúðarhúsnæði 101-200m² með skýrslu Stk. 190.000 kr.
Íbúðarhúsnæði 201-300m² án skýrslu Stk. 160.000 kr.
Íbúðarhúsnæði 201-300m² með skýrslu Stk. 220.000 kr.
Íbúðarhúsnæði 301-401m² án skýrslu Stk. 190.000 kr.
Íbúðarhúsnæði 301-401m² með skýrslu Stk. 250.000 kr.
Fjölbýli/sameignir Stk. Tilboð
Atvinnuhúsnæði 1-300m² án skýrslu Stk. 190.000 kr.
Atvinnuhúsnæði 1-300m² með skýrslu Stk. 250.000 kr.
Atvinnuhúsnæði yfir 301m² Stk. Tilboð
Kostnaðarmat Verð frá 75.000 kr.
Sérvinna Eining Verð
Tímagjald/sérvinna Klst. 24.500 kr.
Skýrslugerð m. ítarlegum upplýsingum Klst. 24.500 kr.
Akstur utan höfuðborgarsvæðisins kr/km. 186 kr.
Yfirvinnuálag** % +0.45%
  • **Verð miðast við að vinna sé framkvæmd á hefðbundnum dagvinnutíma, þ.e. virka daga frá kl. 09:00 til 16:00.
    Fyrir verk sem fara fram utan þessa tíma, á kvöldin, um helgar eða á frídögum, bætist yfirvinnuálag við tímagjaldið samkvæmt gildandi verðskrá.

Ástandsskoðun fyrir leiguhúsnæði

Komdu í veg fyrir ágreining með faglegri skýrslu og skjalfestingu

Við bjóðum upp á ástandsskoðun á leiguhúsnæði bæði við upphaf og lok leigusamnings. Slík skoðun tryggir báðum aðilum, bæði leigjanda og leigusala, skýra yfirsýn yfir ástand eignarinnar og dregur úr hættu á misskilningi eða ágreiningi.

Þjónustan felur í sér:
• Skoðun á öllum rýmum og skráningu á skemmdum eða göllum.
• Myndir eða myndbönd til að styðja niðurstöður.
• Ítarlega skýrslu sem hægt er að nota í samningum.

Þessi þjónusta hentar jafnt einstaklingum, húsfélögum sem og leigumiðlunum sem vilja tryggja gagnsæi og faglega skjalfestingu í leigusamböndum.

Ástandsskoðun leiguhúsnæðis Eining Verð
Ástandsskoðun fyrir leiguhúsnæði 1-100m² Stk. 40.000 kr.
Ástandsskoðun fyrir leiguhúsnæði 101-200m² Stk. 50.000 kr.
Ástandsskoðun fyrir leiguhúsnæði 201-300m² Stk. 60.000 kr.
Ástandsskoðun fyrir leiguhúsnæði yfir 301m² Stk. Tilboð
Ástandsskoðun við skil leiguhúsnæðis 1-100m² Stk. 50.000 kr.
Ástandsskoðun við skil leiguhúsnæðis 101-200m² Stk. 60.000 kr.
Ástandsskoðun við skil leiguhúsnæðis 201-300m² Stk. 70.000 kr.
Ástandsskoðun við skil leiguhúsnæðis yfir 301m² Stk. Tilboð
Tjónaskoðun og kostnaðarmat á tjóni fyrir leiguhúsnæði 1-100m² Stk. 75.000 kr.
Tjónaskoðun og kostnaðarmat á tjóni fyrir leiguhúsnæði 101-200m² Stk. 85.000 kr.
Tjónaskoðun og kostnaðarmat á tjóni fyrir leiguhúsnæði 201-300m² Stk. 95.000 kr.
Tjónaskoðun og kostnaðarmat á tjóni fyrir leiguhúsnæði yfir 301m² Stk. Tilboð
Sérvinna Eining Verð
Tímagjald/sérvinna* Klst. 24.500 kr.
Akstur utan höfuðborgarsvæðisins kr/km. 186 kr.
Yfirvinnuálag** % +0.45%
  • *Ef samanlagður vinnu- og aksturstími fer yfir 3 klukkustundir, leggst viðbótartímagjald á samkvæmt gildandi verðskrá.
    Sé óskað eftir skriflegri skýrslu, er hún unnin samkvæmt tímagjaldi og innheimt sérstaklega.
  • **Verð miðast við að vinna fari fram á virkum dögum frá kl. 09:00–16:00.
    Fyrir þjónustu utan dagvinnutíma (kvöld, helgar eða frídaga) bætist yfirvinnuálag við tímagjaldið samkvæmt verðskrá.

Raka- og mygluskoðun

Verndaðu eign þína og heilsu með sérhæfðri skoðun og greiningu

Raki og mygla eru algeng vandamál sem geta valdið miklum skemmdum á fasteignum og ógnað heilsu íbúa. Með réttri greiningu og skjótum viðbrögðum má draga úr tjóni og forðast dýrar viðgerðir síðar.

Við notum háþróuð mælitæki, þar á meðal rakamæla og hitamyndavélar, til að greina rakavandamál og mögulega myglu, bæði sýnilega og falda.

Veldu skoðun sem hentar þér:

Án skýrslu:

Einföld munnleg skoðun þar sem við förum yfir helstu atriði og gefum faglega ráðgjöf.

Með skýrslu:

Ítarleg skoðun með ljósmyndum, tillögum að úrbótum og skýrslugerð sem nýtist í samningsferli eða sem hluti af ástandsmati fasteignar.

Þjónustan felur í sér:
• Myglupróf og sýnatöku til greiningar á örverum (ef óskað er).
• Tillögur að úrbótum og mögulegum kostnaðaráætlunum.
• Skýrslugerð sem nýtist í fasteignaviðskiptum, tryggingamálum eða viðgerðaráætlun (ef óskað er).

Raka- & mygluskoðun Eining Verð
Grunngjald án skýrslu*
Tímagjald/sérvinna
Stk.
Klst.
75.000 kr.
24.500 kr.
Myglupróf Pro-Clean (á staðnum) Stk. 5.500 kr.
Sýnataka fyrir myglugreiningu Stk. 3.500kr.
Greining á sýnum Stk. Skv. verðskrá NÍ
Umsýsla sýna Stk. 5.000 kr.
Sérvinna Eining Verð
Tímagjald/sérvinna* Klst. 24.500 kr.
Skýrslugerð m. ítarlegum upplýsingum Klst. 24.500 kr.
Akstur utan höfuðborgarsvæðisins kr/km. 186 kr.
Yfirvinnuálag** % +0.45%
Loftgæðamæling Vika 25.000 kr.
Aukabúnaður Eining Verð
Hlífðargalli - einnota Stk. 3.500 kr.
Rykgríma Stk. 1.000 kr.
  • *Ef samanlagður vinnu- og aksturstími fer yfir 3 klukkustundir, leggst viðbótartímagjald á samkvæmt gildandi verðskrá.
    Sé óskað eftir skriflegri skýrslu, er hún unnin samkvæmt tímagjaldi og innheimt sérstaklega.
  • **Verð miðast við að vinna fari fram á virkum dögum frá kl. 09:00–16:00.
    Fyrir þjónustu utan dagvinnutíma (kvöld, helgar eða frídaga) bætist yfirvinnuálag við tímagjaldið samkvæmt verðskrá.

Öryggisskoðun

Tryggðu öruggt umhverfi fyrir heimilið þitt eða fyrirtækið

Öryggisskoðun metur veikleika í eignum og kemur með tillögur til að draga úr innbrotahættu.

Af hverju að velja öryggisskoðun?
• Kortleggjum veikleika og gerum tillögur að lausnum.
• Hjálpum við forgangsröðun úrbóta.
• Tryggjum aukið öryggi fyrir heimili og eignir.

Lýsing Eining Verð
Innbrota- og öryggisskoðun (grunngjald án skýrslu)* Verð frá 75.000 kr.
Tímagjald/sérvinna Stk. 24.500 kr.
  • *Athuga ber að fari heildartími ásamt akstri yfir 3 klst. bætist við tímagjald skv. verðskrá.
    Sé óskað eftir skýrslu er innheimt samkvæmt tímagjaldi. 

Kostnaðarmat fasteigna

Fáðu skýra mynd af framtíðarkostnaði og framkvæmdum

Kostnaðarmat er lykilverkfæri fyrir þá sem vilja gera raunhæfar áætlanir um viðhald, endurbætur eða framkvæmdir.
Við veitum heildaryfirsýn yfir kostnað sem tengist viðgerðum, viðhaldi eða framkvæmdum, hvort sem þú ert einstaklingur, fasteignaeigandi eða verktaki.

Lýsing Eining Verð
Grunngjald Stk. 85.000 kr.
Tímagjald/sérvinna Stk. 24.500 kr.

Verkefna- og byggingarstjórn fasteigna  

Fagleg stjórnun og eftirlit – fyrir öruggar og skilvirkar framkvæmdir

Byggingarstjórar A Fagmenn tryggja að framkvæmdir fari fram samkvæmt lögum, reglugerðum og gæðakröfum. Með faglegri verkefnastjórnun, stöðugu eftirliti og skýrum samskiptum lágmörkum við áhættu og tryggjum árangursríkt verkferli, frá upphafi til verkloka.

Þjónustan felur í sér:
• Samskipti við verkkaupa, skráningu verks og upphafsgreiningu.
• Reglulegt eftirlit á verkstað til að tryggja gæði og öryggi.
• Skýrslur um framvindu framkvæmda og áfangaskýrslur.

 

Verð og viðmiðunargrundvöllur

Hjá A Fagmenn leggjum við metnað í að veita faglega þjónustu á sanngjörnu verði.
Verð eru aðlöguð umfangi og eðli hvers verkefnis, en við bjóðum einnig upp á viðmiðunarverð sem nýtist sem grunnur að kostnaðaráætlunum.

Verðin byggjast á brúttó fermetrum byggðs flatar og henta vel til foráætlana fyrir húsfélög, einstaklinga og verktaka sem vilja skýra kostnaðaryfirsýn áður en framkvæmdir hefjast.

Byggingastjórn
Stærð
Verks 
Verð
Umsjón með framkvæmdum - 
Lögbundið eftirlit & skipulagning
á framkvæmdum
(<100m²) 23.000 kr. á m² - aldrei undir 4,5% af byggingarkostnaði.
Umsjón með framkvæmdum -
Lögbundið eftirlit & skipulagning
á framkvæmdum
(100-1000m²) 17.000 kr. á m² - minnst 3,5% af byggingarkostnaði.
Umsjón með framkvæmdum -
Lögbundið eftirlit & skipulagning
á framkvæmdum
(>1000m²)  10.000 kr. á m² - að lágmarki 2,5% af byggingarkostnaði.
Verkefnastjórnun
Stærð
Verks 
Verð
Skipulag og eftirfylgni - 
Utanumhald verkáætlunar, verkliða og kostnaðar
(<100m²) 23.000 kr. á m² - Lágmark 15% af heildarkostnaði.
Skipulag og eftirfylgni -
Utanumhald verkáætlunar, verkliða og kostnaðar
(100-500m²) 18.000 kr. á m² - minnst 12% af heildarkostnaði.
Skipulag og eftirfylgni -
Utanumhald verkáætlunar, verkliða og kostnaðar
(>500m²)  15.000 kr. á m² - að lágmarki 9% af heildarkostnaði.

Sértilboð fyrir stærri framkvæmdir
Sérsniðin þjónusta fyrir flóknari og umfangsmeiri verkefni

Við bjóðum sérsniðin tilboð fyrir stærri framkvæmdir þar sem taka þarf mið af fleiri verkþáttum, fjölbreyttum aðstæðum og sérhæfðri þekkingu. Með reynslu og skipulagi tryggjum við að verkefnið fari rétt af stað – og rétta leið alla leið.

Hafðu samband og fáðu ókeypis ráðgjöf eða verðhugmynd fyrir þitt verkefni.

Með fagmennsku, skipulagi og öryggi – hjálpum við þér að hrinda framkvæmdum í framkvæmd.

Verðskrá er með virðisaukaskatti.
◦ Verð miðast við stærð skv. fasteignaskrá.
◦ Verð innihalda ekki byggingastjóra- eða ábyrgðartryggingar nema annað sé sérstaklega tekið fram. Sé verkefni utan höfuðborgarsvæðisins leggst akstursgjald við og kemur fram á reikningi.  

Innifalið í þjónustu:
◦ Skráning verks og samskipti við verkkaupa.
◦ Skoðun á verkstað.
◦ Nauðsynleg verkfæri og hlífðarbúnaður fyrir hefðbundna ástandsskoðun.
◦ Ferðatími innan höfuðborgarsvæðis.

Greitt er aukalega fyrir eftirfarandi:
◦ Sérvinnuliðir, s.s. ítarleg þakskoðun, sýnataka vegna gruns um örveruvöxt eða önnur sérvinna (skv. verðskrá).
◦ Tækjagjald - Dróni/flygildi - Grunngjald : 20.000 kr.
◦ Körfubíll - skv. reikningi.
◦ Tímagjald - skv. verðskrá, (sé óskað eftir sérvinnu).
◦ Ferðatími utan höfuðborgarsvæðis skv. verðskrá.
◦ Kílómetragjald utan höfuðborgarsvæðis skv. verðskrá.

◦ Hægt er að óska eftir rakamælingu, hitamyndun eða sýnatöku vegna gruns um örveruvöxt ef um afmarkað svæði byggingar er að ræða.
◦ Athugið að ofangreind vinna fellur undir sérvinnu.

Af hverju að velja 

A Fagmenn?

Sérfræðiþekking:
Faglegt og hlutlaust mat í öllum verkefnum.
 Gagnsæi:
Ítarleg skýrslugerð með myndum og lýsingum.  
Skilvirkni:
Við tryggjum hraðvirka og áreiðanlega þjónustu.

 
   

Hafðu samband við okkur í dag

Við hjálpum þér að taka réttar ákvarðanir í fasteignaviðskiptum.

Hafðu samband og bókaðu tíma!  

Pósti er yfirleitt svarað innan 2-3 virkra daga

Mánudaga - föstudaga 09:00 - 16:00

⁞ 2023 © A Fagmenn ehf. - kt. 650321-1970 - Allur réttur áskilinn ⁞