Almennt um ástandsskoðun
húsnæðis
- Tilgangur með ástandsskoðun/söluskoðun, er að minnka áhættu
á málaferlum og að aðilar sem koma að fasteignaviðskiptum
verði ekki fyrir tjóni.
- Markmiðið með ástandsskoðun er að draga fram galla/skemmdir
sem aðilum gæti hafa yfirsést.
- Fasteign er sjónskoðuð að innan sem utan af skoðunarmanni.
Farið er yfir öll rými eignar, teknar myndir eða tekið upp
myndband og þau atriði sem skoðunarmaður veitir eftirtekt eru
mynduð, skráð og gerð frekari skil í skoðunarskýrslu sé hennar
óskað.
- Ytra byrði eignar er myndað og skoðað frá götu eða lóð, þar
sem aðgengi skoðunarmanns er tryggt.
Hægt er að óska eftir nánari skoðun sem greitt er fyrir skv. verðskrá. Sé óskað eftir nánari skoðun á þakklæðningu er metið, út frá
öryggi, hvort farið sé upp á þak eignarinnar eða þakið skoðað
úr lofti með dróna. Einnig er hægt að óska eftir skoðun á
ástandi þakviða ef aðgengi er upp í þakrými og það öruggt
yfirferðar.
- Markmið ástandsskoðunar er fyrst og fremst að fá yfirlit
yfir þau atriði eða galla sem geta valdið auknum kostnaði
fyrir eiganda fasteignar, eða kaupanda, sé fasteignin í
söluferli. Ástandsskoðun felur ekki í sér tilfærslur á
húsgögnum eða öðrum hlutum sem hindra eða takmarka skoðun að
einhverju leyti.
Skoðun getur takmarkast af utanaðkomandi aðstæðum s.s. veðri
eða aðgengi.
- Raflagnir, neyslu- og miðstöðvarlagnir eru ekki skoðaðar
sérstaklega, en ef við sjónskoðun verður vart við áberandi
athugasemdir hvað varðar framangreint er það tekið fram í
skýrslu.
- Skoðun/myndun fráveitulagna (skólp og drenlagna) er ekki
innifalin í þjónustu, en vísað er á sérfræðinga sé þess óskað.
- Athugasemdum við skoðun fasteignar eru gerð skil í skýrslu
(sé hennar óskað) í máli og myndum og tekur skýrslan mið af
skráðum athugasemdum á aðgengilegum svæðum eignarinnar þegar
skoðun er framkvæmd.
- Verklag getur verið breytilegt eftir forsendum skoðunar.
- Ástandsskoðun vegna kaupa á fasteign dregur úr líkum á
kostnaði vegna galla.
- Oft er nægjanlegt að skoðunarmaður fari með væntanlegum
kaupenda og skoði eignina, ræði þá um hvort ástæða sé til að
gera skriflega skýrslu um hana eða hluta hennar.
Upplagt er, sem dæmi, ef gluggar eru orðnir lélegir er
sjálfsagt að biðja skoðunarmann um skýrslu vegna þess og
jafnframt kostnaðarmat við að skipta gluggunum út fyrir
nýja.
- Hægt er að biðja sérstaklega um skoðun á þaki, rakamælingar,
hitamyndatöku, sýnatökur eða skoðun á raflögnum og mikilvægt
að slíkt komi fram í beiðni um skoðun.
- Öll gögn eru vistuð í skýi og aðgengileg hlutaðeigendum.
Áríðandi
er að þegar tilboð er gert í fasteign, skal gera það með
fyrirvara um ástandsskoðun.
Hægt er að nota ástandsskoðunina til að ná fram lækkun
á söluverði eigna eða í samningum með því að láta
kostnaðarmeta galla.